Á Hólavatni eru 29 hressir strákar. Veðrið hefur ekki verið það besta sem sést hefur hér á Hólavatni en sunnanáttin hefur skollið harkalega á okkur. Bátarnir opnuðu í fyrsta skipti á þriðjudegi en foringjar voru önnum kafnir við að bjarga drengjunum úr klandri. Í kvöldverð var sjódýr í brauðmylsnu en það er öðru nafni kallað fiskur í raspi, og drengirnur borðuðu vel. Kvöldið endaði á hrikalegu náttfatapartý þar sem við dönsuðum fram á nóttina.

Myndir: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157719445696359