Á morgun, föstudag lýkur sjöunda flokk sumarsins á Hólavatni en þátttakendur hafa notið veðursins og skemmtilegrar dagskrár í vikunni.

Í dag var sannkallaður veisludagur hér hjá okkur á Hólavatni. Eftir hádegi skoruðum við foringjarnir á krakkana í fótboltaleik. Leikurinn var mjög spennandi og fór leikurinn 4-3 fyrir krökkunum, vel gert. Við borðuðum hamborgara í kvöldmatinn og fórum svo á veislukvöldvöku. Á veislukvöldvökunni sungum við mörg lög, sáum mörg leikrit og heyrðum góða hugleiðingu.

Þátttakendur fara saddir, sáttir og sælir heim frá Hólavatni.

 

Nýjar myndir eru komnar inn.

 

Heimkoma er á morgunn, föstudag, kl.15.00 við Sunnuhlíð.

 

Börn sem fara með flugi heim verða skutlað út á flugvöll, tveir starfsmenn frá Hólavatni fylgja börnunum alla leið upp í vél.

 

Þetta er síðasta færslan frá 7. flokki 2021. Við sem störfum á Hólavatni erum þakklát fyrir það traust sem foreldrar sína okkur með því að senda börn sín í sumarbúðir og tökum það traust alvarlega. Það er og metnaður okkar sem störfum áHólavatni að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér áHólavatni í tengslum við 7. flokk getur þú sent tölvupóst á tinnaher@kfum.is eða haft samband við skrifstofu KFUM og KFUK í Reykjavík, sími 588 8899.

 

Takk.

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

IMG_2268