Krakkarnir í 4.flokki voru mjög dugleg að leika sér, alls 27 börn. Mikið var farið á báta og einu sinni stokkið í vatnið eða buslað. Farið var í hópleiki, eins og t.d. fyrsta daginn í Lautinni. Skotbolti varð skyndilega vinsæll á meðal barnanna, og voru oft notaðir 3 skotboltar til að krydda leikinn.

Veðrið var nokkuð gott allan flokkinn og jafnvel mjög hlýtt á köflum, þótt stundum hafi verið stutt í rigningarúða, en það var allt með stuttu móti og truflaði því ósköp lítið.

Hvert kvöld var svo haldin svokölluð kvöldvaka þar sem er sungið, farið í leiki, leikin leikrit og hlustað á hugvekju úr Biblíunni.

Starfsfólk Hólavatns er sammála um að krakkarnir hafi verið skemmtilegir og duglegir að finna sér leikfélaga og leika sér, þótt hér hafi verið blandaður flokkur og krakkar á öllum aldri. Þegar það var frjáls tími léku margir sér úti í kassabílum, körfubolta, trampólíninu, eða slöppuðu af í hengirúmunum. Inni var hægt að lesa myndasögur, leika með búninga og föndra. Hina dagana var fundið upp á ýmsum atburðum líkt og Hóló Olympics, föndri, fótboltaspili, Stinger körfuboltaleik og æsispennandi fóboltakeppeppni á milli barna og starfsfólks.

Við erum þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir börnunum í þessum flokki og að hafa fengið að kynnast þeim og fengið að deila með börnunum kærleiksboðskap Jesú Krists og fylgdust þau mjög vel með í fræðslunni. Takk fyrir okkur.

Hér eru myndir frá vikunni:
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720318436723/with/53829937562

Með kveðju fyrir hönd starfsfólks Hólavatns í 4.flokki 2024,

Sigurður Bjarni Gíslason, forstöðumaður