HæHó,

Stelpurnar fóru kátar af stað frá Glerárkirkju í morgun en í flokknum eru komnar saman 15 hressar stelpur sem ætla að dvelja saman á Hólavatni þessa vikuna. 

Sólin skein þegar við runnum í hlað í morgun og við drifum okkur í gegnum reglur og herbergjaskipan til þessa að byrja fjörið! Fyrsta stopp hjá flestum var vissulega bátsferð og úti-fjör enda var vatnið spegilslétt og töfrandi. 

Í hádegismat fengum við okkur strangheiðarlegt sveita-skyr og brauð með. 

Eftir hádegismat fórum við í Lautina þar sem við skemmtum okkur vel í hópleikjum og útiveru í fallegri náttúru og sól. Þegar við komum aftur í hús fengum við okkur miðdegis hressingu en það voru volgar bollur með áleggi að hætti vatnsins. 

Síðan fengu stelpurnar að skapa listaverk sem voru svo settar á hurðir þeirra.

Þar fengu þær að nota allt sem í boði er og skapa eins hugur þeirra leiddi. 

Þær sátu lengi í listrænum pælingum sínum og útkoman sýndi mikinn sköpunar kraft og samvinnu sem í þeim býr. 

Við nýttum síðan alla sólargeisla sem í boði voru og eyddum tíma úti sem inni. 

Stelpurnar fengu síðan hakk og spaghettí í kvöldmat sem þær voru sáttar með. Bátarnir voru svo opnaðir á meðan beðið var eftir kvöldvöku. 

Kvöldvakan var svo á sínum stað með sínu rugli og bulli og eftir vel heppnaðan dag fóru stelpurnar í háttinn EN….. í herbergjum þeirra beið vísbending…!

Kveðja, Ída Hlín forstöðukona og co.

Hér má sjá myndir – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720318606822/