Halló halló, 

Dagur tvö hefur runnið í hlað og fyrsta nótt stelpnana gekk vel. 

Í gærkvöldi var vísbending í herbergjum þeirra eins og áður kom fram en þær þurftu að finna bænaforingjan sinn útfrá henni. Foringjarnir voru búnir að troða sér á hinn og þennan stað í húsinu í felur. Stelpurnar náðu að lokum að finna sína bænaforingja og þeim sagt sögur og bænir fyrir svefnin. 

Við byrjuðum daginn á hefbundin hátt með morgunmat og svo fánaheillingu.

Við síðan fórum á morgunstund þar sem við lærðum um það hvernig Jesú skapaði heimin. Þær síðan fengu að skapa sinn eigin heim sem kom skemtilega út. 

Eftir lærdómsríka morgunstund fórum við á báta og skemtum okkur úti að leika. 

Við fengum síðan nýveiddan fisk í hádegismat, en Svenni ráðsmaður sá til þessa að veiða ferskan fisk úr vatninu í nótt þegar stelpurnar sváfu rótt 😉

 

Foringjarnir ákvöðu síðan að taka sig saman og fara í hálfgert verkfall og létu sig hverfa af svæðinu. Stelpurnar þurftu þess vegna að taka sig saman og finna þau svo einhver myndi nú halda uppi stuðinu. Þær þurftu að ganga um svæðið og hittu þar allskonar foringja í dulargervi. Hjá þeim þurftu þær að leysa allskonar þrautir og brellur. Þegar þær voru búnar að leysa það sem leysa þurfti fengi þær brot úr settningu sem þær púsluðu saman í lok leiks. Settningin var þessi “Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum”.

 

Næst á dagskrá var lautaferð í skógarkirkju en hún er staðsett í kosý rjóðri við innkeyrslu Hólavatns. Þar fengu þær nýbakaðar múffur og kex til að borða. 

Þær fóru svo í skemtilega hópleiki og hlustuðu á góða tónlist til að slútta góðri lautaferð. Bátarnir voru opnaðir eftir það og nuta þeir mikilla vinsælda að vana. 

í kvöldmat fengu stelpurnar heita og góða kjúklingasúpu með öllu tilheyrandi og allir fóru sáttir frá matarboðinu. 

Viðtók kvöldvaka en hún var heldur stutt að þessu sinni þar sem foringjarnir voru búnir að plana SERKIÓ sem er náttfatapartý!

Náttfatapartý er eitt af því skemtilegasta sem höfundur gerir og ég held að lang flestir séu sammála því!

Partý kveðjur- Ída forstöðukona!

Myndir frá flokknum – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720318606822/