Hólavatn 7.fl – dagur 4 – veisludagur

Heil og sæl

Það er búið að vera svo gaman hjá okkur, við héldum að það myndi rigna á okkur en það gerðist ekki fyrr en um kvöldið og bara smá dropar sem komu því gátum við verið úti eins og  við vildum í dag og enduðum á að grilla sykurpúða við eldstæðið okkur við fjöruborðið og hlusta á ævintýralega sögu um górilluísbjörn frá Svíþjóð.

Við hófum daginn á að fagna því að stelpurnar voru búnar að gista þrjár nætur í röð á Hólavatni og því orðnar alvöru Hólvetningar og fengu heitt kakó í morgunmatnum. Við ræddum um fyrirgefninguna á Biblílestri og sungum auðvitað skemmtilega söngva. Fengum grjónó í hádegismat og súkkulaðiköku í kaffinu.

Við fórum í Hóló-olympic og kepptum  í allskonar skrýtum og skemmtilegum þrautum og höfðum gaman saman. Stelpurnar fóru í hárgreiðslukeppni og hönnuðu föt úr plastpokum og héldu tískusýingu fyrir okkur hin.

Veislumatur var svo hamborgarar, grænmeti, sósa og djús. Á veislukvöldvöku voru svo frábær leikrit hjá foringjum, sungið, trallað og leikið. Þar sem síðasta leikritið leiddi þær niður í fjöru þar sem við grilluðum sykurpúðana saman.

Ótrúlegt  hvað tíminn hefur liðið hratt  og við búin að gera margt og mikið saman, á morgun forum við svo í kirkjuna á Hólum og heyrum söguna af henni.

Í hádeginu á morgun getum við vonandi grillað pylsur, ef veður leyfir og svo fer rútan af stað kl 14… við verðum um 15 – leytið í Glerárkirkju – sjáumst þar!

Munið að kíkja á myndirnar hér – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720318811195/

Kærleikskveðjur, Hanna Lára forstöðukona og foringjakrúttin <3