Dagur 1

 

Í morgun komu saman 21 stikki af unglingum einnig þekkt sem MEISTARAR. Þeim var hent upp í rútu og brunað var af stað á Hólavatn. Sólin var ekki allveg að bíða eftir okkur en hér rigndi og það kvein mikið í kára. Þegar komið var á vatnið komu krakkarnir sér fyrir í herbergjum og gengu á milli og kynntust hvort öðru. 

Þar sem veðrið var ekki að leika við okkur tókum við okkur saman og lærðum Varúlf í Hóly-water café, þar sem hinir ýmsu karakterar koma saman til að leysa morðgátu. 

Í hádegisverð var nýveiddur fiskur borin á borð í raspi, með öllu tilheyrand,i og unglingarnir voru sáttir með það! 

Við létum þetta veður ekki stoppa okkur mikið lengur og drifum okkur upp í laut í allskonar leiki og skemtun. Þegar við vorum búin að spretta um í blautu grasi beið okkur volg og góð jógúrt-kaka, einnig þekkt sem besta kaka sem sumarbúðir þekkja til.

Loks þegar við vorum búin að snæða á köku og mjólk var búið að lægja og við gátum kíkt á bátana og vatnið stóð auðvitað fyrir sínu. 

Við snæddum á mjólkurgraut í kvöldmat og við matarborðið myndaðist heit umræða meðal ungmenana um hvort væri réttara að segja Mjólkurgrautur eða Grjónargrautur. Ég held að við höfum ekki komist að niðurstöðu. Svo kom að fyrstu kvöldvöku vikunar sem var negla að mati foringja, þó geta unglingarnir verið ansi dómharðir en við náum þeim fyrir lok viku. 

Síðan var farið að sofa (seint) en allir sofnuðu vært á endanum.

 

Meistaralegar kveðjur – Ída Hlín forstöðukona og foringja teymi <3

 

Myndir frá flokknum má finna hér – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720319033160