Dagur 2 

 

Fyrsti heili dagur flokksins er runnin upp, ég get sagt ykkur að það var ekki stokkið frammúr þegar ég vakti liðið enda var mikið spjallað og prakkarast eftir svæfingu í gærkvöldi. En það er ekki við öðru að búast í unglinga flokk.  

Í morgunmat fengu krakkarnir Hóló-Buffet eins og á 5 stjörnu hóteli, allir fóru sáttir frá borði með fulla maga og bros á vör. 

Á Hólavatni fylgjum við íslenska fánanum á hún alla morgna með söngi og athöfn. Eftir fánahyllingu fórum við á morgunstund, þar lærðu krakkarnir að flétta í Nýja Testamentinu. Við áttum svo góðar samræður um hvað sé mikilvægt að nota orðin sín rétt og hvernig biblían kenndi okkur það. 

Í Hádegismat fengu krakkarnir kjúklinga súpu að hætti kokksins með öllu tilheyrandi.. aðalega Doritos samt! Eftir mat var boðið uppá Vatnsenda hlaup en það eru ca 3 km leið á næsta sveitabæ á meðan var líka boðið uppá fótbolta á fótboltavellinum okkar og föndur inni fyrir þá sem vildu. Þegar krakkarnir komu inn sátust nær allir og byrjuðu að föndra við þess vegna ákvöðum að hafa “flæðandi” kaffi tíma þar sem krakkarnir komu og sóttu sér kókoskúlur, ávexti og kex að vild og föndruðu á meðan. 

Hóló-Olympics einn virtasti íþrótta viðburður vatnsins var næst á dagskrá, foringjarnir voru búnir að leggja fram allskonar þrautir sem hver og einn keppti í fyrir besta tíman. 

Þar má nefna glasa stöflun, bobbing for appels eða stinga hausnum í kalt vatn og reyna að veiða eins mörg epli upp og hægt er á tíma. Þrauta braut með krókaleiðum og aftur á bak keyrsla hring í kring um húsið. 

Krakkarnir fóru svo í sturtu eftir allan hamagangin og staffinu sveið í augun af rakspíra lykt eftir það. Allir komu svo saman inn í matsal til að krína Hóló-Olympics meistaran og fengu sér svo Pizzu því til heiðurs.

Kvöldvakan var á sínum stað með tilheyrandi sprelli og bulli. Við staffið erum að reyna að fá hópin til að syngja fallega saman en það gengur svona mis vel en ég held að það sé allt að koma. Við svo “svæfðum” börnin að bestu getu, en staffið var svo peppað að við ákvöðum að henda í eitt sjóðheitt nátfata PARTY þar sem mjöðmum var sveiflað og snúningar teknir á dansgólfinu. Mannskapurinn var þreyttur eftir gott party en við staffið vorum ekki eins þreytt svo við hentum í MORÐ Í MYRKRI leik. Þar vorum við búin að setja fyrir alla glugga og slökkva öll ljós, stemmingin í húsinu var scary enda var það meiningin. 

Börnin fóru svo að sofa (seint) en sátt! 

 

Með kveðjum

Ída Hlín forstöðukona og foringja meistarar! 

 

Myndir úr flokknum – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720319033160/