Dagur 3
Vatnið var ansi þögult þennan miðvikudagsmorgun enda fóru krakkarnir heldur seint í bólið í gærkvöldi. Við tók hefðbundin morgun með morgun mat og öllu tilheyrandi.
Á morgunstund fórum við yfir gullnu regluna og þá mikilvægu lexíu að koma fram við náungann eins og við viljum að hann komi fram við okkur.
Í hádegismat var strangheiðarlegt Hóló-Skyr og brauð með enda er próteinið mikilvægt í hamaganginum sem á sér stað hér. Eftir hádegismat fóru krakkarnir í Lautina þar sem foringjarnir lögðu fyrir allskonar furðulegum þrautum. Þar má nefna að klæða sig í eins margar naríur og hægt er og sígilt reipitog sem slær alltaf í gegn. Bátarnir voru svo opnaðir þó svo að vatnið hafi ekki verið sem kyrrast á meðan beðið var eftir kaffinu. Í kaffinu héldum við afmælis veislu fyrir Svenna okkar sem varð fimmtugur! Allir fóru glaðir frá borði með fullan maga af skúffuköku og smjörkremi. Svenni er í raun og veru ekki fimmtugur en okkur þykir gaman af saklausu glensi og ekkert á meira við hér á vatninu en að halda fake afmælis-veislu.
Staffið tók sig síðan saman og skoruðu á krakkana í fótboltaleik en hér á vatninu er hefð fyrir því að spila svo kallaðan staffa-bolta, leikurin endaði í 5-5 eftir langt og strangt spil.
Krakkar og staff var orðið svangt eftir mikið hlaup á vellinum, þannig það var ekkert annað í stöðunni en að fá sér góðan kvöldmat.
Hefðbundinn kvöldverður var reyndar ekki á borðstól þetta kvöldið en við losuðum okkur við allan borðbúnað og borðuðum Hakk og Spakk beint af borðinu, reyndar klædd rusla pokum og hönskum. Krökkunum fannst þessi matartími skemmtilegur enda hverjum finnst ekki gaman að fá að leika sér með matinn sinn.
Sturtu skylda var svo eftir það þannig að allir mættu ferskir á kvöldvöku.
Kvöldvakan var með hefðbundnu sniði þetta kvöldið en í lok kvöldsins komu “tuskur” hér með læti og hamagang og við keyrðum af stað tusku leikin. Markmið leiksins er að safna eins mörgum strikum á hendi án þess að tuskurnar nái þeim og stroka þá línurnar af þeim!
Allir fóru þreyttir að sofa <3
Kveðja – Ída Hlín forstöðukona og bestu foringjar heims!
Myndir úr flokknum eru hér – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720319033160/