Það voru 24 stelpur sem lögðu af stað inn á Hólavatn á þessum sólríka degi.
Þegar komið var inn á Hólavatn var mikil spenna í hópnum og allir glaðir að vera komnir á vatnið góða. Stelpunum var skipt niður í herbergi og þær komu sér vel fyrir inná sínum herbergjum. Við fórum síðan upp í laut þar sem við fórum í fullt af skemmtilegum útileikjum og skotbolta í sólinni.
Við snæddum síðan á “barbie” skyri og allir fóru sáttir frá borði. Eftir mat voru bátarnir opnaðir og vatnið líka, stelpunum til mikillar gleði. Við fórum síðan í kaffi og fengum bestu köku sem til er í uppskriftarbók Hólavatns – Jógúrtkaka!
Eftir kaffi var Tuskuleikurinn á dagskrá, þar fara krakkarnir á stjá og finna furðufugla um allt Hólavatn og leysa þrautir hjá þeim og fá strik fyrir verkin. En stelpurnar þurftu að hafa auga með tuskunum sem voru líka á hlaupum til að stroka út strikin sem þær höfðu fengið.
Við fengum síðan kvöldmat og áttum góða og skemmtilega kvöldvöku frá foringjunum okkar.
Kveðja – Ída forstöðukona
Myndir – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720327405443/