Veisludagur er runnin upp, en fimmtudagar eru veisludagar hér á Hólavatni enda síðasti heili dagurinn á vatninu. Stelpurnar sváfu vel eftir sundsprett gærkvöldsins en auðvitað byrjuðum við daginn á veisludags morgunmat en þar má nefna heitt kakó og ristað brauð sem stelpurnar fengu sér að snæða. Á morgunstund fengu stelpurnar að heyra söguna um Davíð og Golíat sem þeim þótti fróðleg og skemmtileg, en þeim fannst enn þá skemmtilegra að fá að grýta steinum í Golíat sem kom á morgunstundina. Í hádegismat fengu stelpurnar fisk rétt að hætti kokksins sem þeim fannst mjög góður. Eftir mat kom ekki annað til greina en að hoppa í vatnið enda var hlýtt og kyrrt í vatninu á þessum fallega degi. Stelpurnar voru sáttar eftir buslið og enn þá sáttari þegar komið var inn og skúffukaka beið þeim í kaffitímanum. Eftir kaffi var boðið upp á fléttur frá foringjum og stelpurnar klæddu sig í fín föt fyrir 5 stjörnu veitingahúsið sem var við það að opna dyr sínar. Foringjarnir voru sveitt í allan dag að undirbúa veislu-kvöldvöku enda er sú kvöldvaka sú allra lengsta og mögulega besta sem boðið er upp á í vikunni. Eftir kvöldvöku var kveikt upp í varðeld og stelpurnar fengu að grilla sykurpúða og njóta góðra kvöldstundar.
Kveðja – Ída forstöðukona og co.
Myndir úr flokknum – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720327405443/