Á miðvikudeginum voru stúlkurnar vaktar kl. 9:00 og eftir hefðbundinn morgun með morgunmat, fánahyllingu, morgunstund og frjálsum tíma var hádegismatur. Að þessu sinni var boðið upp á mjólkurgraut sem var afar vinsæll. Eftir matinn skoruðu foringjarnir á allan hópinn í fótbolta. Keppnin var mjög spennandi og foringjar unnu að lokum í vítaspyrnukeppni. Sólin tók svo á móti stúlkunum eftir leikinn sem varð til þess að ákveðið var að borða úti. Seinni part dags var svo í boðið upp á brjóstsykurgerð sem heppnaðist vel. Eftir kvöldmat og fjöruga kvöldvöku var síðan haldið náttfatapartý! Þvílíkt fjör og hópurinn í miklu stuði langt fram eftir kvöldi. Foringjar buðu upp á leikrit og sögu um Hólavatnsorminn víðfræga á meðan stúlkurnar gæddu sér á brjóstsykrinum frá því fyrr um daginn. Eftir annasaman dag var farið að sofa um kl. 23:00.
Morgunmatur: morgunkorn, hafragrautur
Hádegismatur: Mjólkurgrautur
Kaffitími: Bananabrauð
Kvöldmatur: Pizza
Kveðja,
Þórhildur Einarsdóttir,
forstöðukona