Fyrsti morguninn gekk afar vel hér í meistaraflokki. Krakkarnir voru vaktir kl. 09:00, morgunmatur 09:30 og morgunstund í kjölfarið. Fram eftir degi var dagsskráin í þægilegri kantinum. Byrjað var á Varúlf niðri í Holy Water eftir hádegismat og eftir hádegi nutu krakkarnir þess að fara á báta, spjalla, vera úti og vera saman. Þetta breyttist þó allt eftir kvöldvöku þar sem æsispennandi Survivor keppni var haldin milli herbergja. Krakkarnir kepptu í fjórum þrautum: Hjólböruhlaupi og myndastyttukeppni, uppflettikeppni þar sem átti að finna fyrsta stafinn í sjö versum og leysa stafarugl úr stöfunum, klæða sig í eins margar brækur og þau gátu og róa í kringum kanó út á vatni. Leikurinn vakti mikla lukku! Eftir leikinn fór síðan hópurinn í heild sinni út á mitt vatn þar sem framhaldssagan var sögð. Dagurinn heppnaðist vel og sofnuðu flestir fljótlega!

Kveðja,
Þórhildur Einarsdóttir,
forstöðukona