Hæhó frá Hólavatni, í dagurin hefur verið afdrifaríkur enda margt brasað á veisludegi. Gengið var í Drulluvík og þar fengu strákarnir nesti sem siglt var með á árabát, ennþá volgt úr ofninum. Strákarnir nutu sín vel í Drulluvík enda var drullan einstaklega heit og notaleg. Að kveldi komnu fengu drengirnir prúðbúnir að stíga inn í 5 stjörnu veitingasalinn okkar og snæða einstaklega vandaðan kvöldverð í formi samloka kennda við þýska stórborg: Hamborgara. Á kvöldvöku var sungið hvað hæst enda drengirnir búnir að læra lögin sem sungin eru nánast á hverju kvöldi. Allt er gott sem endar vel!
Myndir: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157719445696359