Það er líf og fjör hérna í 7.flokki Hólavatns. Þegar þessi frétt er skrifuð þá er 3 dagur flokksins runnin upp. Veðrið hingað til hefur verið frábært, einum of gott eiginlega. Allir segja að það sé „alltaf sól á Hóló“ og hingað til hefur það staðist. Lognið er mis mikið á hreyfingu en yfirleitt er það alveg kyrrt.

Dagskráin hefur verið fjölbreytt en það er tvennt sem hefur verið gert á hverjum degi, bátar og vatnafjör. Þegar við bjóðum upp á vatnafjör þá er í boði að vaða, synda, stökkva út í vatnið og svoleiðis. Annað sem við bjóðum upp á er körfubolti, fótbolti, mafía (varúlfur), gönguferðir um skóginn, allskonar leiki og margt fleira.

Á kvöldin er alltaf kvöldvaka. Á kvöldvökum er mikið sungið, farið í leiki, við sjáum nokkur leikrit og svo endum við á hugleiðingu. Eftir kvöldvöku í gær héldum við stórglæsilegt náttfatapartý, það var mikið stuð.

Við borðum fimm sinnum á dag  morgunmat, hádegismat, kaffitíma, kvöldmat og kvöldkaffi. Það er mikilvægt að borða vel á Hólavatni.

 

Hér fyrir neðan er linkur á myndir úr flokknum. Við setjum alltaf inn nýjar myndir á kvöldin.

 

Meira síðar.

Myndir:

IMG_2268