Góðan dag!

Á Hólavatni eru komnir saman 26 meistarar. Það hefur verið líf og fjör í hópnum!

Mánudagur

Krakkarnir komu á Hólavatn um 10 leitið og komu sér fyrir í herbergjum, síðan var snæddur hádeigisverður. Eftir hádegismat var farið í Lautina í samhristing. Dagurinn var uppfullur af leikjum og skemmtun.

Sveita stelpurnar heimsóttu börnin á kvöldvöku og fóru börnin í miðnætursund með þeim.

Þriðjudagur

Dagurin byrjaði um 9:30 þegar börnin voru vakin. Eftir hádegi var farið í stratrigo sem er hlaupa/spila leikur og héldum við svo áfram að leika okkur úti eftir þann leik. Eftir kaffi var boðið upp á karókí sem var tekið vel í. Að kvöldvöku lokinni fór fram æsi spennandi leikur af survivor þar sem að liðin þurftu m.a. að keppast við klæða sig í eins margar nærbrækur og þau gátu og róa bát á tíma.

Miðvikudagur

Krakkarnir voru þreyttir þennan morgun enda mikið um að vera á þriðjudeginum. Við byrjuðum dagin í seinna laginu en það var gott fyrir alla. Við staffið skoruðum á krakkana í Staffa-bolta eftir hádeigismat! Staffið tapaði þó 12-1 fyrir krökkunum.

Mikil spenna var að fara í vatnið en það hefur heldur betur kólnað á síðustu vikum, það stoppaði ekki meistarana. Lang flestir fengu sér sundsprett og var það mjög hressandi. Eftir heita sturtu voru allir orðnir svangir í kvöldmat sem var spakk og haghettí(Hakk og spagettí). Eftir kvöldvöku fórum við í morð í myrkri sem endist til að verða 01!

Þreyttir krakkar sváfu vel.

Myndir: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157719593214238