Skínandi gott veður tók á móti 5.flokki á Hólavatni þetta sumarið sem bar heitið Listaflokkur.
Í upphafi vikunnar var hlýtt og gott veður og krakkarnir mikið út á bátum á kassabílum.
En þess utan hefur listasmiðjan verið vinsæl, þar sem er perlað, málað, litað, puttaprjónað. Á miðvikudaginn (þegar þetta er skrifað) var svo sýning á myndunum.
Auk þess höfum við verið með hæfileikasýningu þar sem nokkrir sýndu leynda og ljósa hæfileika og höfðu krakkarnir gaman að.
Foringjarnir hafa gaman að því að skutla í stutta leikþætti sem kæta krakkana, og vel er tekið undir söng og vel hlustað á fræðsluna.
Á þriðjudeginum eftir hádegi var stokkið út í vatnið og buslað og synt, enda hiti um 18°C og skjól.
Eitt kvöldið var haldið óvænt partý, og þá var farið í limbó, dansað mikið og sýnt leikrit og krakkarnir fengu eitthvað gott í gogginn.
Þetta hefur verið sérstaklega góður hópur, og eru 20 börn í hópnum að þessu sinni.
Fleiri fréttir síðar…
En hér eru einhverjar myndir frá ýmsum viðburðum og leikjum:
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720318468438/with/53833482806

Kv. f. hönd starfsmanna Hólavatns,
Sigurður Bjarni Gíslason, forstöðumaður