Hólavatn 7.fl – dagur 1

Heil og sæl

hingað mættu rosalega hressar og spenntar 35 stúlkur í morgun, tilbúnar að eiga dásamlega daga saman á Hóló. Við byrjuðum á að fara yfir helstu reglur, skipta í herbergi og koma okkur vel fyrir áður en við fengum okkur hádegismat, strumpakássu og barbiehor (blátt og bleikt skyr), brauð og djús. Eftir mat var haldið saman  í lautina í kynningarleiki og auðvitað Hólakó. Sólin skein og allar stelpur glaðar og kátar, þær voru svo extra glaðar með að fá að hoppa út í Hólavatn, sulla. skvetta, vaða og leika. Sumar fóru á báta og aðrar syntu í vatninu. Kaffitíminn var hafður úti þar sem þær fengu heimabakaða köku og ávexti + djús og vatn að drekka. Starfsfólk var duglegt að minna á sólavörn og vera duglegar að drekka. Því sólin skein á okkur í allan dag og  var vel heitt.

Foringjarnir voru ekki lengi að slá upp einum skemmtilegum leik, tuskuleik, fyrir kvöldmat og var mikil gleði með þennan leik þar sem margar þekktu hann frá fyrri heimsóknum á Hólavatn. Mikil útivera í allan dag og því mikið  borðað í kvöldmat, hakk og pasta, grænmeti og vatn.

Kvöldvaka var á sínum stað þar sem var sungið, sprellað og horft á foringjaleikrit. Eftir kvöldkaffi og hugleiðingu um mennina tvo sem byggðu húsin sín á sandi og bjargi þar sem við ræddum um og tengum við grunninn í okkar lífi, hvað það sé mikilvægt að byggja á góðum grunni fyrir allt sem við tökumst á við í lífinu, bæði gleði og sorg.

Þaðan var haldið af stað í bænaforingjaleit þar sem stelpurnar þurftu að leita að sínum bænaforingja. Síðan háttað, pissað og burstað tennur.

Góður dagur að kveldi kominn og vonum að allir sofi vært  og rótt fyrir annan skemmtilegan og fjörugan dag á morgun. <3

Kærleikskveðjur, Hanna Lára forstöðukona og foringjagengið

Hér koma myndir úr flokknum – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720318811195/