Stelpurnar vöknuðu snemma þennan fyrsta heila dag á vatninu, við áttum notanlegan morgun þar sem við lærðum hvernig Guð skapaði heiminn. 

Eftir það vorum við að föndra og leika okkur á meðan við biðum eftir hádegismatnum. Í hádegismatinn var fiskur í raspi og kartöflumús sem stelpunum fannst mjög gott. 

Eftir hádegismat tóku foringjarnir sig saman og skoruðu á stelpurnar í “staffa-bolta” en það er fótboltaleikur sem stelpurnar spila á móti foringjum. Eftir erfiðan leik endaði hann í 7-6 fyrir foringjum. Stelpurnar tóku misvel í úrslitin en jöfnuðu sig hratt. Þegar við vorum komnar aftur í hús voru nýbakaðar bollur á borði sem stelpunum fannst ótrúlega góðar.

Eftir kaffi var í boði að föndra, spila, fá hárgreiðslur eða vera úti í góðu veðri.

Við fengum síðan mjólkurgraut í kvöldmatinn sem klikkar seint. Á kvöldvöku var mikið glens og sprell enda er þetta einstaklega góður hópur af stelpum sem saman eru komnar. 

Kvöldvakan var heldur stutt enda var óvænt náttfatapartý í vændum sem stelpunum fannst sko alls ekki leiðinlegt.

Allir fóru glaðir að sofa með bros á vör!

Kveðja Ída forstöðukona og co.

Myndir- https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720327405443/