Það var mikil spenna í hópnum þegar við vöknuðum í morgun enda var sólin skínandi og miðvikudagur runnin upp. Við byrjuðum við fánastöngina og fylgdum Íslenska fánanum á hún eins og við gerum alla morgna með fánasöngnum okkar. Við nærðum okkur svo vel til að byrja góðan dag. Morgunstund var á sínum stað og stelpurnar lærðu hvað kristin trú væri, þær fengu síðan að setja sig í spor Guðs og skapa sinn eigin heim sem kom skemmtilega út.
Í hádegismat fengu stelpurnar hakk og spaghettí sem þær borðuðu af bestu list til að undirbúa sig fyrir næsta dagskrárlið sem var Hóló-Olympics, þar sem foringjar voru búnir að koma upp stöðvum með ýmsum íþróttagreinum sem stelpurnar kepptust í. Það var mikil hvatning og fjör í hópnum enda greinilega mikið keppnisskap sem fylgir þeim.
Í kaffinu var boðið upp á bananabrauð og hin geysi vinsæla jógúrtkaka sem var bökuð í annað sinn í flokknum enda miklar fyrirspurnir.
Eftir kaffi var boðið upp á hæfileikasýningu þar sem stelpurnar fengu tækifæri til að sýna hæfileika sýna. Í heildina voru það fimm atriði sem tóku þátt m.a. var sungið, dansað og leikið og höfðu allar gaman af.
Við fengum uppáhalds mat allra í kvöldmatinn PIZZU! Stelpurnar borðuðu vel og voru mjög glaðar. Á kvöldvöku var mikið fjör enda eru margir söngfuglar í hópnum og foringjarnir elska að stíga á svið með leikrit og skemmtanir.
Þegar stelpurnar héldu að þær væru að fara að sofa náðum við aldeilis að koma þeim á óvart með því að bjóða þeim upp á kvöld sund, stelpurnar urluðust úr spenning og allir fóru í vatnið með bros á vör.
Við fórum öll endurnærð að sofa eftir góðan dag.
Kveðja – Ída forstöðukona og co.
Myndir – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720327405443/
P.s. Síminn okkar á Hólavatni virkar ekki, það má hringja forstöðukonu (Ídu Hlín) í síma 695-5282 ef eitthvað er!