Aðal- og ársfundir innan KFUM og KFUK
Aðal- og ársfundir starfseininga KFUM og KFUK á Íslandi verða allir haldnir í marsmánuði og hefjast kl. 20:00. Á aðal- og ársfundum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, starfsskýrslur kynntar, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, fjárhagsáætlanir kynntar, kosið er í stjórnir og umræður [...]
Umsóknarfrestur sumarstarfs rennur út 1. mars
Ennþá er opið fyrir starfsumsóknir en við þurfum að fá til liðs við okkur stóran hóp af frábæru, jákvæðu og hæfileikaríku ungu fólki. Það er meiriháttar að vinna með börnum í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK. Vilt þú [...]
Frábær sumarstörf í boði
Þetta er ekki öskudagslið. Þetta er bara mynd sem tekin er á nokkuð venjulegum degi í sumarbúðum KFUM og KFUK síðastliðið sumar. Ennþá er opið fyrir starfsumsóknir en við þurfum að fá til liðs við okkur stóran hóp af frábæru, [...]
Umsóknir fyrir sumarstörf
Á heimasíðu KFUM og KFUK eru nú komin rafræn umsóknareyðublöð vegna sumarstarfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK fyrir sumarið 2015. Einungis er hægt að sækja um störf með rafrænum hætti og er umsóknarfrestur til 1. mars næstkomandi. Okkur hefur borist [...]
Óskilamunir sumarstarfsins 2014
Við viljum minna fólk á að vitja óskilamuna frá sumarstarfi sumarbúða og leikjanámskeiða KFUM og KFUK. Þriðjudaginn 30.september verður óvitjuðum óskilamunum ráðstafað til hjálparstarfs. Við viljum biðja fólk um að athuga hvort það hafi nokkuð villst fatnaður annarra barna og [...]
Kaffisala Hólavatns 17. ágúst
Árleg kaffisala Hólavatns fer fram sunnudaginn 17. ágúst kl. 14.30-17.00. Líkt og undanfarin ár verður jafnframt í boði að fara á báta og ýmis útileiktæki í boði fyrir börnin. Kaffisalan er lokapunktur á annars ánægjulegu sumri en aðsókn að Hólavatni [...]
Meistaraflokki lýkur í dag
Í dag lýkur Meistaraflokki á Hólavatni. Unglingarnir hafa verið einstaklega heppnir með veður þessa vikuna og því fylgdi mikil útivera og vatnafjör. Heimkoma er ráðgerð í Sunnuhlíð kl. 16:00 og um helgina verða settar inn fleiri myndir. Við þökkum unglingunum [...]
Fréttir úr Meistaraflokki
Meistaraflokkur er nú hálfnaður en 24 hressir unglingar hafa skemmt sér vel síðan á mánudag. Veðrið hefur leikið við okkur og í dag er yfir 20 stiga hiti og sól og sveitaferð á dagskránni síðdegis. Myndir úr flokknum koma inn á [...]