6.flokkur – Hólavatn: Ævintýraflokkur 10. júlí 2012
Forstöðukona vakti stúlkurnar kl. 8:29 með blíðum orðum og söng. Að lokinni fánahyllingu kom í ljós að þetta var enginn venjulegur dagur. Allt var í rugli. Foringjar í öfugum fötum og enginn morgunmatur. Ráðskona bauð upp á kvöldmat í morgunsárið [...]
6.flokkur – Ævintýraflokkur á Hólavatni hafinn
Það voru 34 hressar stúlkur sem komu á Hólavatn í gær í skínandi sól og ferskri golu. Eftir að hafa komið sér fyrir og myndað hópa voru borðuð grænmetisbuff með karrýsósu í hádegismat. Eftir hádegi hófst léttur leikur sem fól [...]
3.flokkur – Áfram fjör
Ýmislegt er búið að vera á döfinni hjá stúlkum flokksins. Veðrið er búið að leika við okkur undanfarna tvo daga og hefur það verið nýtt til hins ýtrasta. Á miðvikudag voru furðuleikar þar sem stúlkurnar leystu verkefni bæði sem einstaklingar [...]
Hólavatn – 15 pennar óseldir af 48
Þegar hafist var handa við nýbyggingu á Hólavatni ákvað stjórn sumarbúðanna að láta gera fallega penna í öskju sem merktir yrðu með ártali. Á öskjunni er áletrun sem segir „Sumarbúðirnar Hólavatni – með þökk fyrir veittan stuðning“ og á hverjum [...]
3. flokkur – 2. dagur
Þær voru ferskar stúlkurnar sem vöknuðu í morgun og tilbúnar í nýjan dag á Hólavatni. Hefðbundin morgundagskrá hófst klukkan níu með fánahyllingu, morgunmat og morgunstund með fallegum stúlknasöng. Veður er stillt þrátt fyrir smáskúri inn á milli og hefur dagurinn [...]
3. flokkur
Það voru glaðar og spenntar stúlkur sem stigu upp í rútuna við Sunnuhlíð í morgun. Sumar þeirra höfðu lítið sofið um nóttina vegna spennings yfir komandi viku á Hólavatni. Fyrsti dagurinn byrjaði vel. […]
Fjöldamarkmið stjórnar 2012 í höfn
Eins og gefur að skilja reynir stjórn sumarbúðanna að Hólavatni að setja sér markmið að stefna að hverju sinni. Stærsta markmið þessa starfsárs var vissulega það að ljúka við nýbygginguna áður en starfsemin hæfist og það tókst og nú í [...]
2.flokkur – Stúlkurnar sigruðu foringja á Hólavatni
Í dag var sofið örlítið lengur vegna þess hve seint var farið í rúmið í gærkvöldi. Vakið var uppúr klukkan níu og var þá ríflega helmingur stelpnanna ennþá steinsofandi. Á morgunstundinni var fjallað um kærleikann og það hve gott það [...]