Kaffisala Hólavatns 17. ágúst

holavatn

Árleg kaffisala Hólavatns fer fram sunnudaginn 17. ágúst kl. 14.30-17.00. Líkt og undanfarin ár verður jafnframt í boði að fara á báta og ýmis útileiktæki í boði fyrir börnin. Kaffisalan er lokapunktur á annars ánægjulegu sumri  en aðsókn að Hólavatni hefur aldrei verið meiri í sögu sumarbúðanna og dvöldu 252 börn á Hólavatni í sumar og er það aukning um rúm 17% frá fyrra ári. Þetta er því áttunda árið í röð þar sem fjölgar á milli ára og erum við afar þakklát fyrir vaxandi aðsókn og alla þá vini og velunnara sem á undanförnum árum hafa stutt við uppbyggingu staðarins og lagt starfið þar í Guðs hendur í bæn. Halda áfram að lesa: Kaffisala Hólavatns 17. ágúst

Meistaraflokki lýkur í dag

Í dag lýkur Meistaraflokki á Hólavatni. Unglingarnir hafa verið einstaklega heppnir með veður þessa vikuna og því fylgdi mikil útivera og vatnafjör. Heimkoma er ráðgerð í Sunnuhlíð kl. 16:00 og um helgina verða settar inn fleiri myndir. Við þökkum unglingunum fyrir frábæran Meistaraflokk.

 

Fréttir úr Meistaraflokki

Meistaraflokkur er nú hálfnaður en 24 hressir unglingar hafa skemmt sér vel síðan á mánudag. Veðrið hefur leikið við okkur og í dag er yfir 20 stiga hiti og sól og sveitaferð á dagskránni síðdegis. Myndir úr flokknum koma inn á heimasíðuna á næstunni.

Umfjöllun um Hólavatn á N4

Norðlenski fréttamiðillinn N4 tók í vikunni viðtal við Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóra æskulýðssviðs um sumarið á Hólavatni og þá flokka sem þar eru í boði í sumar. Það er alltaf ánægjulegt þegar færi gefst á að kynna okkar dýrmæta og mikilvæga starf í fjölmiðlum því að þó svo að búið sé að skrá vel yfir 2000 börn í sumarbúðir KFUM og KFUK og á leikjanámskeið fyrir sumarið þá er ennþá pláss fyrir fleiri börn. Við minnum á að skráning í sumarbúðirnar og á leikjanámskeið er enn í fullum gangi og er hægt að skrá í gegnum vefinn á http://sumarfjor.is eða með því að hringja í síma 588-8899 milli kl. 9 og 17 alla virka daga.

Viðtalið á N4 má skoða með því að smella hér.

Aðalfundur á Akureyri og aðalfundur Hólavatns 26.mars

Miðvikudagskvöldið 26.mars kl. 20 er aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri ásamt aðalfundi sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni. Fundirnir fara fram við Sunnuhlíð 12 og almenn aðalfundarstörf fara fram á fundinum.

Allir félagsmenn KFUM og KFUK á Íslandi eru velkomnir en einungis þeir sem hafa greitt félagsgjöldin eru fullgildir félagsmenn og geta greitt atkvæði á fundinum.

Frábær byrjun í skráningu

sumarhaus

Þó fátt minni á sumarið skorti ekkert á viðbrögð fólks í gær þegar skráning hófst í sumarbúðir og á leikjanámskeið KFUM og KFUK. Skráning hófst kl. 18.00 og þremur tímum síðar höfðu rúmlega 600 börn skráð sig til þátttöku fyrir sumarið. Þetta eru enn betri viðtökur en fyrir ári og er ánægjulegt að sjá og upplifa þann mikla fjölda sem ætlar að tryggja sér pláss um leið og það er í boði. Í sumar býður KFUM og KFUK uppá yfir fimmtíu flokka fyrir börn og fjölskyldur og því yfir 3000 pláss í boði í fimm sumarbúðum og á leikjanámskeiðum í Kópavogi og Reykjanesbæ. Þrátt fyrir þetta mikla framboð eru vinsælustu flokkarnir fljótir að fyllast og því ekki eftir neinu að bíða með að ganga frá skráningu. Til að auðvelda fólki skráningu hefur félagið nú innleitt greiðsludreifingu sem er í boði hvort sem skráð er á netinu eða í þjónustumiðstöðinni á Holtavegi. Allar frekari upplýsingar um flokka sumarsins má finna á heimasíðu félagsins www.kfum.is eða á skráningarsíðunni www.sumarfjor.is.

Flokkaskrár fyrir sumarið 2014 komnar

ÖlverÞað er spennandi sumar framundan hjá okkur KFUM og KFUK og eflaust ótal skemmtilegar stundir í sumarbúðum og leikjanámskeiðum okkar.

Nú eru flokkaskrár sumarbúðanna aðgengilegar á netinu og ekki seinna vænna en að kíkja á þær og skipuleggja sumarið. Hægt er að skoða flokkana hér.

Miðvikudaginn 19. mars kl. 18:00 hefst skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK. Nánari upplýsingar um skráningardag koma þegar nær dregur.

Opið fyrir starfsumsóknir 2014

Ölver

Hægt er að sækja um störf með rafrænum hætti vegna sumarstarfa í sumarbúðir og á leikjanámskeið KFUM og KFUK fyrir sumarið 2014 .

Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi. 

Spennandi, gefandi og fjölbreytt sumarstörf eru í boði hjá Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Hólavatni og Vindáshlíð, ásamt leikjanámskeiðum.  Halda áfram að lesa: Opið fyrir starfsumsóknir 2014